18 October 2013

fimmfaldur föstudagur5 x föstudagur – án samhengis

Helgi að loknum þessum degi. Margt í gangi en samt oft alveg ótrúlega svipað hjá mörgum. Er þetta ekki slaka á, borða góðan mat, hitta skemmtilegt fólk, stunda útivist, sinna börnunum og svo framvegis. Hér eru fimm myndir sem geta leitt okkur á notalegan hátt inn í helgina. 

– Ýtið á lesa nánar hnappinn til að komast að þessu – Kinfolk; um næstu helgi höldum við Gunnar fyrir hönd Home and Delicious matarboð á 
vegum Kinfolk magazine í tilefni af útgáfu matreiðslubókar þeirra. Snýst um að borða 
saman góðan mat og ég held að það sé bara ágætis hugmynd líka fyrir þessa helgi. 
Það er góð og skemmtileg hugmynd, og mjög myndræn, að festa beint upp á vegginn nokkrar 
myndir. Þetta þarf alls ekki að vera merkilegra en gerir ótrúlega mikið. Prófið þetta um helgina. 
Falleg föt; það þarf ekki sérstakt tilefni til að klæða sig upp á. 
Plöntur eru prýði. Þetta er helgin til að fara í blómabúð og kaupa sér eina. Koma henni 
fyrir á óhefðbundnum stað og nota hana virkilega sem skraut. Gerir ótrúlega mikið. 


 

1 / 2 / 3 / 4 / 5No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...