25 October 2013

að vera þar...Þetta væri áhugaverður staður til að eyða helginni! Á þriðjudaginn talaði ég um hvað það væri í raun margt sem mér þætti fallegt. Þá birti ég hús í Portland í Óregon. Dálítið mikið annar stíll en á þessu sumarhúsi fjölskyldu sem býr í Stokkhólmi. Ég verð að viðurkenna að ég hrífst alltaf meira og meira að svona hráleika þar sem er leikið með einfalt hráefni, húsgögn úr ýmsum áttum, dökka liti og smá ósamstæðu. Það er púsluspil í gangi sem gaman er að setja saman. Umrætt hús er á eyjunni Furillen og er gömul vopnageymsla. Eitthvað skemmtilega aðlaðandi til að skreppa um helgar. Vonandi verður dagurinn ykkur góður. 

– Ýtið á lesa nánar til að sjá allar þessar myndir – 

photography pia ulin via the magazine residenceNo comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...