30 October 2013

1–10: tvennt í barnaherbergið


1–10

Hugmyndir fyrir barnaherbergið þar sem tveir deila plássinu. Stundum er ekkert val í þeim efnum en stundum er það skemmtilegur kostur og hagkvæmur fyrir heimilið. Við höfum reynsluna í þessum málum en dætur okkar deila herbergi. Þótt fimm ár séu á milli þeirra þá gengur það eins og í sögu og hefur í raun reynst miklu betur en við bjuggumst við. Fyrir utan það hvað við getum nýtt herbergin á heimilinu miklu betur. Þær fengu stærsta herbergið og það rúmar vel allt það sem þær þurfa og sennilega miklu betur en ef þær væru í sitthvoru. Við getum mælt með þessu sem og hvað er gaman að innrétta og skreyta stærra barnaherbergi en venjan er. Ég er sannfærð um að í mörgum tilfellum getur þessi hugmynd nýst mörgum mjög vel. Og alls ekki gleyma því að barnaherbergi er partur af heimilinu, heildinni, og því ætti stíll þess og yfirbragð að vera í samræmi við heildarútlit heimilisins!

– Ýtið á lesa nánar hnappinn til að sjá öll herbergin –


 1 / 2 / 3a / 3b / 4 / 5 / 6 / 7

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...