16 October 2013

1–10: hangandi ljós á mjög svo óhefðbundinn hátt


1–10

Hangandi ljós eru ekki bara gamla góða loftljósið yfir eldhúsborðinu. Úrvalið er orðið svo svakalega mikið af fallegum og flottum loftljósum að það er synd að nota þau ekki meira. Þá kemur upp þessi spurning? Er ekki of mikið að hafa tvö, þrjú eða fjögur hangandi ljós í frekar opnu rými? Það getur verið það ef ljósin eru ekki hengd upp á óvenjulega staði og gegna þá líka hlutverki lampa. Með því að hengja upp mjög lágt, yfir hliðarborði, í horni eða á stað sem ekki er gengið um þá má leika sér mun meira að því að nota flott hangandi ljós. Eins má brjóta gamlar reglur og hengja ljós yfir borði mun hærra en vaninn er og með því leyfa stórum kertatjökum að leika stærra hlutverk. Þá má aftur hengja ýmsar týpur mjög lágt sem eru til dæmis yfir borðum sem eingöngu eru notuð undir bækur eða skraut. Skoðið myndirnar vel og ég skora á ykkur að prófa. Hér kostar það alls ekkert nema smá fyrirhöfn að lengja eða stytta í snúrum.

– Ýtið á lesa nánar hnappinn til að sjá allar myndirnar – 

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...