02 July 2013

hönnun: „a room with a view”Einu sinni var ég með svalir en engan garð. Nú er ég með garð en engar svalir. Bæði er gott til síns  brúks en mig hefur alltaf dreymt um að vera með lítinn garð uppi á þaki eða svalir þar sem hægt er að búa til notalegt afdrep án þess að það fjúki burt eða rigni niður áður en maður snýr sér við. Það sem er svo gott við svona garða eða svalir er bæði næðið og það að skordýr eru oftast af skornum skammti svona hátt uppi. Svo er það líka bara svo ofurkósí á kvöldin. Ég heimsótti vinkonu mína nýlega í Brighton en þar eru svona litlir garðar uppi á þaki einmitt frekar algengir. Fólk er þar með alls konar blóm í pottum og garðhúsgögnin, kannski hengirúm og kryddjurtir og svo auðvitað Pimm´s í glösunum.  Ljúfa líf! 

–Elín Hrund


Myndir: 1, 3 / 2a-b, 5 / 2c / 4 /1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...