04 June 2013

matur: ofnbakað grænmeti = úr verður baka


Ég ætla að byrja daginn á þessari uppskrift. Verulega góður réttur og sniðugur þar sem alltaf er verið að ítreka það að borða meira af grænmeti. Fyrir utan það þá er þessi baka líka skemmtilega öðruvísi útfærsla á grænmeti. Gott eitt og sér, með kjöti eða fiski, á hlaðborð, með súpu. 


Ofnbakað grænmeti bakað í deigi

grænmeti: 
½ eggaldin, skorið í grófa teninga
½ kúrbítur, skorinn í grófa teninga
gul, rauð og græn paprika, skornar gróft í teninga
8 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
150 g góð pylsa að eigin vali, sbr. salamipylsa, skorin í bita*
3 msk ólífuolía

deig:
100 g hveiti
2 ½ dl mjólk
2 stór egg
salt og svartur pipar

Blandið grænmetinu og pylsunni saman í skál með ólífuolíunni. Hellið í ofnfast mót. Stingið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 10-12 mínútur. Hrærið saman allt hráefnið í deigið og hellið yfir grænmetið í fatinu. Bakið í 30 mínútur í viðbót og berið fram heitt.

*nú fást orðið margar góðar pylsur sem er sniðugt að prófa í þennan rétt.


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...