26 June 2013

matur: brokkolí með ferskjum og feta

Gunnar Sverrisson / Home and Delicious


Þetta er ótrúlega góð uppskrift og skemmtilega öðruvísi af salati eða aukadisk að vera. 
Alltaf jákvætt að nota brokkolí á nýjan hátt. Uppskrift úr fyrsta tölublaði af Home and Delicious. 


Spergilkálsblanda með ferskjum og feta

600 g spergilkál, skorið og snyrt í knúpa
200 g fetaostur
150 g þurrkaðar ferskjur, skornar smátt
100 g heslihnetur, saxaðar gróft
100 g spínat
10 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt

salatlögur:
safi úr 1/2 sítrónu
1 msk hunangsdijonsinnep
3 msk ólífuolía
salt og svartur pipar


Sjóðið spergilkálið í saltvatni í 5 mínútur. Takið upp úr heitu vatninu, hellið í sigti og látið kalt vatn renna á það. Hrærið þá saman allt hráefnið í salatið. Hrærið saman hráefnið í löginn og dreypið yfir salatið. Berið fram.1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...