10 June 2013

mánudagsmix – kemur að ferðalögum og flakkiFyrsti mánudagur í sumarfríi skólanna. Nú vilja allir fara seinna að sofa og vakna þar af leiðandi seinna – gerist óhjákvæmilega þegar maður vinnur heima að regluverkið laskast! Skiptir svo sem ekki öllu. Gaman að njóta bjartra kvöldstunda. En við hér á suðvesturhorninu finnum aðeins meiri hita úti við,  skynjaði það þegar ég fór með lilluna mína í leikskólann áðan. Spurning að fara í einn göngutúr og koma sér í gang. Ég er nefnilega ekki sú besta í köldu sumri, ekki frekar en öðrum árstíðum. En ég held mig við það sem ég segi dætrum mínum: Ef er logn úti þá er gott veður. Njótum smá stemmningar í dag og komum okkur í gírinn sem snýr að ferðalögum og flakki. 


Myndir af Pinterest: Beth / AnoukB / Claire Vivier / Soup Design


1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...