05 June 2013

ikea kynnir nýja eldhúslínu – metod


Ikea hefur sett á markað nýja eldhúslínu sem kallast Metod. Línan hefur verið kynnt víða um lönd síðustu daga og nú síðast í Reykjavík. Um er að ræða miklar breytingar hjá Ikea, þar sem Faktum eldhúslínan hættir og sú nýja tekur við. Metod kemur inn með mjög margar nýjungar, skemmtilegar breytingar, áhugavert smáatriði og fjölbreytt útlit, hvort sem um er að ræða skandinavískt, rómantískt eða klassískt. Línan snýst um það að púsla saman, raða og finna lausnir og hafa grunneiningarnar mikla möguleika í uppsetningu. Eldhúsdeildin í Ikea hefur verið flutt, bætt og breytt og fyrir áhugasama er gaman að fara og skoða. 

–sjá fleiri myndir af nýju Ikea-eldhúsunum með því að ýta á lesa nánar hnappinn–


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...