25 June 2013

hönnun: höst veitingastaður í kaupmannahöfnVeitingastaðurinn Höst opnaði í Kaupmannahöfn í fyrra og er vel þess virði að skoða að mínu mati. Hann er hannaður af hinum dönsku Norm Arkitektum í samstarfi við danska hönnunarhúsið Menu fyrir veitingahúsakeðjuna Cofoco. Þeir segjast sjálfir hafa verið að reyna að sameina skandínavíska kósí stemningu við mínimalisma. Þeir nota mikið endurnýtta viðarplanka og pallettur ásamt fullt af grænum plöntum og ullarteppum til að búa til stemningu sem að á að líkja eftir því að sitja úti og njóta þess að vera í skandínavískri sveit. Efniviðurinn er notaður að hluta til, bæði viðarpalletturnar og ljósin eru endurnýtt og gluggar úr gömlu sjúkrahúsi. Hönnuðirnir eiga líka heiðurinn af matarstellinu sem gert var sérstaklega fyrir þennan veitingastað og er mjög flott. Útkoman á veitingastaðnum er rómantísk en samt nútímaleg, notaleg en stílhrein.  

–Elín Hrund–Sjá fleiri myndir með því að ýta á lesa nánar hnappinn–
Myndir: dezeen / Jonas Bjerre-Poulsen ljósmyndari
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...