11 June 2013

hönnun: algjörlega yfirnáttúruleg kirkjaÉg rakst á þetta ótrúlega flotta verkefni sem tvíeykið Gijs Van Vaerenbergh á heiðurinn af. Þetta er kirkja í Limburn í Belgíu sem hönnuð var af belgísku hönnuðunum Pieterjan Gijs og Arnout Van Vaerenbergh. Kirkjan er 10 metra há, byggð á teikningum af bæjarkirkjunni og hönnuð þannig að hægt er að horfa í gegnum hana hvort sem maður er inni í kirkjunni eða að horfa á hana utan frá. Hin hefðbundna kirkja umbreytist í listaverk. Verkefnið heitir Reading between the Lines og er í raun sjónrænn gjörningur sem fjallar um einhvers konar samtal á milli almannarýmis eða umhverfis, menningararfs og áhorfandans. 

–Elín Hrund

Myndir: dezeen and gijsvanvaerenbergh


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...