10 June 2013

home and delicious í samstarfi við kinfolk magazineOkkur langar að segja ykkur frá svolítið skemmtilegum viðburði sem Home and Delicious vinnur í samstarfi við ameríska tímaritið Kinfolk. Þann 9. júlí munum við halda s.k. „workshop", lítið matreiðslunámskeið, í sveit á Vatnsnesi. Friðrik „fimmti", kokkur og vinur okkar, verður með okkur, og er áherslan sú að leyfa fólki að kynnast því að veiða fisk í villtri náttúru, vinna hann og elda á sem ferskastan og einfaldastan hátt með hráefnum úr héraði, heimaræktuðu og lífrænu. 
Kinfolk tímaritið hefur höfuðstöðvar í Portland í Oregon. Það snýst um mat á mjög víðan hátt og þá skemmtun sem fylgir því að elda, bjóða í mat og vera saman. Blaðið hefur náð miklum vinsældum fyrir vönduð vinnunbrögð og hefur staðið fyrir viðburðum og matarboðum um alla Ameríku. Það er nýjung hjá þeim að koma á þessum s.k. „workshop", sem er gert í þeim tilgangi að hvetja fólk til að koma saman, fræðast um mat og matargerð og hafa gaman yfir góðum mat og víni. 

Athugið að þetta námskeið er öllum opið, hérlendis sem erlendis, einungis er um að ræða átta pláss og ef þið eruð áhugasöm kíkið á þessa slóð hjá Kinfolk og skráið ykkur til að njóta skemmtilegs dags saman. 

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...