05 June 2013

heimsókn: til sölu í stokkhólmi


Má til með að setja inn þessa huggulegu íbúð sem er til sölu í Stokkhólmi á vegum fasteignasölunnar Fantastic Frank. Þessi sænska fasteignasala hefur vakið mikla athygli fyrir útlit og yfirbragð ljósmyndanna sem þeir taka af íbúðunum. Íbúðirnar eru margar sérlega fallegar en mjög er vandað til myndanna og fagfólk fengið til að gera allt sem mest aðlaðandi fyrir komandi kaupendur. Í þessari íbúð eru mörg falleg smáatriði, mér finnst eldhúsið skemmtilegt, flísarnar, að sjálfsögðu er ég ánægð með gráan lit á veggjum og bara það að mér finnst þetta heimilislegt og fullt af dóti sem fer vel saman og myndar heild sem er áhugaverð.–sjá fleiri myndir með því að ýta á lesa nánar hnappinn–Myndir frá Fantastic Frank í Stokkhólmi

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...