25 June 2013

heimsókn: mallorca, hjá malene birgerÞar sem nú er sumar er gaman að birta myndir af sannkölluðum sumarhúsum. Þetta hús er á spænsku eyjunni Mallorca og er í eigu danska tískuhönnuðarins Malene Birger. Það eru margir sem þekkja hana og hennar verk, eru hrifinir af því sem hún gerir. Þess vegna er gaman að skoða þetta sumarhús hennar. Töluvert hefur birst af myndum af heimili hennar, eða heimilum hennar, þá í Danmörku og einnig á Mallorca, en þetta sumarhús hef ég ekki séð áður. Það er óhætt að segja að hún fylgi eigin stíl og hann birtist í verkum hennar í fatnaðinum sem hún hannar, málverkunum sem hún málar sem og í húsunum sem hún gerir upp og skapar úr heimili. Reyndar er þetta hús til sölu, fyrir þá sem hafa áhuga. Það er staðsett í S'Arracó dalnum í Andratx á suð-vestur Mallorca. 
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...