08 June 2013

heimsókn: á laugardegi til póllands


Þegar ég sá þessa mynd af Ikea Family Live stoppaði ég. Mér finnst hún mjög aðlaðandi, eitthvað ótrúlega kósý að sitja þarna og njóta sveitarinnar. Um er að ræða heimili Monicu og Sebastian í skóglendi í Póllandi. Lítið timburhús innréttað í n.k. amerískum sveitastíl með strandlegu yfirbragði. Ég held að margir sem eiga lítil sumarhús geti fengið krúttlegar hugmyndir á því að skoða þessar myndir. 

T.d. af því að horfa á veröndina hér að ofan og þetta litla útieldhús. 
Gott skjól sem hentar íslenskum aðstæðum. 


Einföld og ódýr lítil motta úr Ikea setur mikinn svip undir borðinu 
án þess að hafa annan tilgang en að skreyta. 


Vel nýtt pláss, að gera lítinn bekk í horni sem annars fer ekki í neitt annað. 


Það er alltaf sniðugt að hafa sérsmíðaðan bekk í horni borðstofu.


Fallegt gólf - röndótt málað, tvær fjalir saman.


Og svo má hafa baðherbergið ekstra aðlaðandi með því að hafa þar snyrtiborð. 
Ef ekki er pláss fyrir borð má alltaf koma sér upp hillu og gera slíkt hið sama. 

–sjá fleiri myndir með því að ýta á lesa nánar hnappinn–
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...