12 June 2013

héðan og þaðan...


Jæja! Var aðeins að taka til á skjáborðinu hjá mér og þessar myndir höfðu ratað þangað. 
Ég geymdi þær því þær náðu til mín á einhvern hátt. 

Sú efsta fyrir það eitt að mér finnst þetta dásamlegt, lítið hús. Gestahús hugsa margir og 
allt gott og gilt með það. Eða bara alveg frábært svefnherbergi í sumarbústaðinn. Vá! 


Útiljósakróna og eitthvað sem auðvelt er að föndra. Útiljósasería vafin í 
körfu sem fest er upp. Mér finnst þetta frábær hugmynd. 


Framhald af því sem ég setti inn um daginn. Umhverfið blómum skreytt. Af hverju ekki? 
Það er ekki eins og okkur vanti ekki smá liti og líf í umhverfið. 


Þá bara þessi snilldarsetning. Ekkert meira um hana að segja.


Hversu huggulegt er þetta? Útibaðker fyrir hjónin. Alveg dásamlegt. 

1 / 2 / 3 / 4 / 5No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...