27 May 2013

tíska: sú sem þú ert


Sönn orð frá Coco Chanel. Að stúlka eigi að vera hún sjálf og sú sem hún vill vera. Ég fór eitthvað að velta því fyrir mér hvaða konur standa upp úr á þennan hátt þegar kemur að ásýnd, yfirbragði og stíl þar sem persónuleikinn skýn í gegn. Auðvitað eru þær mjög margar en bara að renna í gegnum Pinterest-möppuna mína þar sem ég safna myndum sem ég nota í pósta á Home and Delicious, þá stoppa ég alltaf við þessar. Einmitt fyrir það hverjar og hvernig þær eru sem og hvernig má lesa þær án þess að þekkja nokkuð meira til þeirra! 


Marlien Rentmeester – unnið lengi við tísku- og tímaritageirann. 
Með skemmtilega vefsíðu sem gaman er að fylgja. 


Jenna Lyons  – hjá J.Crew. Hefur sannarlega sett mark sitt á tískuheiminn á undanförnum árum, fyrir góðan árangur, aðlaðandi framkomu og einstakan stíl.


Solange Knowles – tónlistarkona og dj. Oft alveg ótrúlega skemmtilega klædd, þá bæði hversdags sem og við önnur tilefni. 


Garance Doré – með eitt það skemmtilegasta blogg sem ég les og þá sennilega fyrir það að hver og hvernig hún er skín algjörlega í gegn. Alltaf klædd á einfaldan en áhugaverðan hátt. 

1 / 2 / 3 / 4 


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...