13 May 2013

síðasta vika – hvar var staldrað við?Hvaða myndir lentu á skjáborðinu hjá mér í síðustu viku?
Þessar hér. Og hvers vegna? Af því að...

...EAT merkið gefur það sterkt til kynna hversu dásamlegt það er að elda og borða góðan mat.


...þetta eldhús hef ég notað sem smá innblástur fyrir verkefni sem ég er að vinna að. Þykir yfirbragð þess henta vel í íbúð sem ég er að gera upp og lagfæra fyrir VR, stéttarfélagsíbúð. Virkilega skemmtileg vinna að gera umhverfi orlofsíbúða aðlaðandi og gefandi fyrir þá sem þar dvelja. 


...ég hef alltaf verið hrifin af verkum breska innanhússhönnuðarins Abigail Ahern. Þetta er mynd af heimili hennar en hún fer nokkuð óhefðbundar leiðir í innanhússhönnun, gefur góðar hugmyndir þar sem hún hvetur fólk til að vera óhrætt og öruggt með sig þegar kemur að því að skapa sér persónulegt umhverfi. 


...þetta er virkilega krúttlegt klósettrúlluhengi. 


...þessi orð eru svo innilega sönn og hvetjandi öllum þeim sem lifa lífinu á þennan hátt. 

1 / 2 / 3 / 4 / 5

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...