03 May 2013

matur: litríkur og léttur, salat og múffurFyrir einu og hálfu ári síðan kom út matreiðslubókin Happ, Happ húrra, gefin út á vegum veitingastaðarins Happ, sem hefur það markmið að stuðla að heilbrigði Íslendinga. Við Gunnar komum að gerð bókarinnar, Gunnar tók allar myndirnar og ég stíliseraði mat og myndir. Erna systir Gunnars er annar höfunda bókarinnar ásamt Lukku sem á Happ, jafnframt því sem hún ritstýrði. Sannkallað samvinnuverkefni! Í bókinni eru margar frábærar uppskriftir og við ætlum að leyfa ykkur að njóta nokkurra þeirra hér á Home and Delicious í náinni framtíð.


Salat með ofnbökuðu rótargrænmeti og hunangschilisósu

hunangs-chilisósa: 
2 dl appelsínusafi
1 tsk hunang og e.t.v. meira
sjávarsalt, á hnífsoddi
rautt chilimauk, á hnífsoddi
ólívuolía

Setjið fyrstu fjögur hráefnin í matvinnsluvél og hrærið. Hellið ólívuolíunni í mjórri bunu á meðan vélin er í gangi. Smakkið til með salti, chilimauki og hunangi eins og þurfa þykir.


samsetning:
4 vænar handfyllir ferskt salat að eigin vali
½ sæt kartafla, skorin í teninga
½ rauðrófa, skorin í smáa teninga
¼ sellerírót, skorin í smáa teninga
ólívuolía
sjávarsalt
1 pera, skorin í þunnar sneiðar
1 appelsína, afhýdd og skorin í litla bita
1 handfylli möndlur, saxaðar
1 mosarellakúla, skorin í teninga eða sneiðar
1 handfylli þurrkuð trönuber
1 handfylli bláber
nokkur brómber


Stillið ofninn á blástur á 180 gráður. Setjið sætkartöflubitana, rauðrófubitana og selleríbitana í þrjú eldföst mót. Dreypið ólívuolíu yfir og sáldrið örlitlu af salti yfir. Bakið í 15 mínútur eða þar til meyrt. Látið handfylli af fersku salati á fjóra diska og skiptið ávöxtum, grænmeti, möndlum, osti og berjum niður á diskana. Berið fram með salatsósunni. 
Appelsínu- og súkkulaðimúffur

3 ½ dl möndlumjöl
2/3 dl heilhveiti
2/3 dl kakó
1 msk lyftiduft
sjávarsalt á hnífsoddi
¾ dl hlynsíróp
1 ¼ dl maukuð epli eða sama magn af lífrænu eplamauki
2/3 dl lífræn mjólk eða möndlumjólk
2 egg
2/3 dl kókosolía
1 msk appelsínubörkur, fínrifinn
¾ dl dökkt súkkulaði, saxað eða ¾ dl dökkir súkkulaðidropar


Stillið ofninn á 180 gráður. Hrærið þurrefnin saman. Hrærið saman blautu hráefnin og blandið saman við þurrefnin með sleif. Bætið appelsínuberki og súkkulaði saman við. Olíuberið múffuform. Skiptið deiginu niður í formin og fyllið að ¾. Bakið við 15-20 mínútur.
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...