07 May 2013

hönnun: veitingastaður í den bosch í hollandi


Ef þið eruð á leiðinni til Hollands í sumarfrí þá er þetta eitthvað fyrir ykkur. Ég rakst á þennan stórskemmtilega veitingastað um daginn þegar ég var að skoða mig um á netinu og má til með að deila með ykkur. Þetta er Mariapaviljoen í Den Bosch í Hollandi. Staðurinn opnaði nýlega og býr yfir þeirri sérstöðu að vera staðsettur í fyrrum sjúkrahúsi. Eigendurnir hafa haldið gömlu sjúkrahússtemningunni og verða gestir að fylla út eyðublað til að fá að borða á staðnum. Það er til þess að hægt sé að gera vel við þá og þeir fari heim heilir á húfi. Sömu eigendur eru að Mariapaviljoen og vinsælu kaffihúsunum Fethar Di tog Dit Ook sem liggja í miðbæ Den Bosch. Það er Studio Boot sem á heiðurinn að því að hönnuninni. Þó svo að haldið hafi verið í gamla stílinn er auðvitað búið að stílisera staðinn og bæta við öllum skemmtilegu smáatriðunum. 

–Elín HrundNo comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...