14 May 2013

hönnun: svoldið hráar og heitar fataslár


Eitt af því sem mér finnst afskaplega töff eru svoldið hráar fataslár. Það er auðvitað bæði hægt að nota þær sem fatahengi í svefnherbergi og fyrir útiföt. Ekki skaðar heldur að eiga svoldið flott föt eða bara föt í skemmtilegum litasamsetningum til að hengja á. Aðalatriðið er samt sem áður að fatasláin sé hrá því þá stangast hún skemmtilega á við fötin. Þessar fataslár eru héðan og þaðan. Mér finnst þessi með hattinum, Tati coat rack, sérstaklega skemmtileg ásamt fataslánni með hvítu stuttermabolunum úr Bodie and Fou.   

–Elín Hrund

1 / 2 / 3 / 4a / 4b / 4c / 4d / 4e 

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...