16 May 2013

hönnun: ný stockholm lína frá ikea


Hönnun í hverju smáatriði, vönduð efni, leitað eftir því „einstaka", nýjar leiðir. Þetta er lýsing á nýju Stockholm línunni frá Ikea sem nú er komin í verslanir víða um heim. Þar er einblýnt á lausnir fyrir stofuna, borðstofuna og svefnherbergið en vörurnar eru gerðar með það í huga þær er hægt að nota í öllum herbergjum heimilisins. Í línunni eru einstakar og áberandi vörur með tilliti til hönnunar og ávallt haft í huga að þær gangi saman þótt ólíkar séu.


Efnin sem notuð eru í húsgögn og aukahluti eru mjúk og sterk, góð viðkomu, auðveld í notkun og hafa skemmtilega áferð. Hnotan og hennar súkkulaðibrúna áferð er notuð í húsgögn, vandað leður í sófa og beinpostulín í leirtau. Efni sem eldist vel og verður fallegra með aldrinum. Gæðir heimilið lífi og persónuleika. Ganga til næstu kynslóðar.


Smáatriðin eru í aðalhlutverki í þessari Stockholm línu frá Ikea. Sú eldri gerði meira út á samræmi hluta en nú er unnið með það að velja ólíka hluti saman, skapa á þann hátt sinn eigin stíl og eiga auðvelt með að kaupa úr línunni hluti sem falla vel að því sem fólk á fyrir.–sjá fleiri myndir frá Ikea með því að ýta á lesa nánar hnappinn– 
Myndir frá Ikea á Íslandi


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...