22 May 2013

hönnun: hangandi stólar


Mér finnst ofsalega notalegt að sitja eða liggja og lesa á sumrin og ef ég get gert það í hengirúmi eða -stól (ég er ekki alveg viss um hvað svona stólar kallast á íslensku) þá finnst mér það afskaplega þægilegt og kósí. Nú þegar bækur eru hættar að koma aðeins út fyrir jólin hér á landi þá er alltaf hægt að hlakka til vorútgáfunnar. Á vorin eru bækur oftar en ekki gefnar út í kiljuformi sem þykir handhægt í sumarfríum, í stólinn eða á ströndina! Þegar ég verð stór ætla ég að fá með svona hengi ...stól.

-Elín Hrund

1 / 2 3 / 4a / 4b-d / 4c /


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...