28 May 2013

hönnun: doug johnstonMig langar að þessu sinni að segja ykkur frá bandaríska hönnuðinum Doug Johnston sem fékk verðskuldaða athygli á New York Design week 2013 sem haldin var nú á dögunum. Hann er frá Texas en starfar í New York ásamt konu sinni Tomoe Matsuoka. Doug er menntaður arkitekt en hefur unnið við bæði arkitektúr, hönnun, tónlist, gjörningalist og fleira. Verk sín hefur hann unnið í ýmiss konar efnivið en bómullarreipi og nælonþráður er sá sem mest er áberandi. Með því að nota gamla aðferð til að sauma reipið saman myndar hann ljós, körfur, töskur, skúlptúra og fleira. Sjón er sögu ríkari! Meira á heimasíðunni hans

–Elín Hrund

Myndir af heimasíðu Doug Johnston


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...