30 May 2013

hönnun: design and formDesign and Form er ein af mínum uppáhaldsbloggsíðum þegar kemur að „föndraðu það sjálfur”-bloggsíðum, eða DIY eins og okkur flestum finnst aðeins minni tungubrjótur. Á bak við Design and Form er hin sænska Emma, sem ekki má rugla saman við Íslandsvinkonu okkar hana Emmu Fexeus, konuna á bak við eitt annað uppáhaldshönnunarblogg. Design og Form er fyrir þau ykkar sem líkt og ég hafa pappírsblæti á háu stigi en þar sýnir Emma okkur með afar stílhreinum ljósmyndum sem hún tekur sjálf og stuttum og skýrum texta, hvernig hægt er að búa til skartgripi, alls konar pappírsbox, möppur og árstíðarbundnar skreytingar, flest allt unnið úr einföldum hvítum pappír. Emma deilir líka á síðunni nokkrum teikningum sem hún hefur gert sjálf og þær þykja mér afar fallegar og bera vitni um að þarna sé kona gædd mikilli sköpunargáfu og hæfileikum.

–Gerður Harðardóttir / koolandkreativ

–sjá fleiri myndir með því að klikka á lesa nánar hnappinn–


1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...