02 May 2013

hönnun: cu fyrir kopar


“Kaldir” málmar eins og stál, ál og járn hafa undanfarin ár verið afar dómínerandi þegar kemur að innanhússhönnun. Við höfum einblínt á þessar grátóna málmtegundir bæði þegar kemur að því að velja innréttingar og húsbúnað, hvort sem það eru ljós, hnífapör eða vasar. En nú eru „hlýrri” málmtegundir eins og kopar, brons og rauðagull að verða hæðstmóðins aftur og þá sérstaklega koparinn sem er eitt af heitustu trendunum í dag eins og sjá má á vinsælum hönnunarbloggum og á síðum húsbúnaðartímarita. 

–Gerður Harðardóttir / koolandkreativ


Copper Shade ljósið hans Tom Dixon hefur heldur betur slegið í gegn og nú er klassísk skandinavísk hönnun eins og Kubus 4 kertastjakinn sem danski arkitektinn Mogens Lassen hannaði árið 1962 og Stelton hitakannan hans Erik Magnussen frá árinu 1976, í fyrsta sinn fáanleg í kopar. Sjálfri finnst mér alltaf eitthvað sjarmerandi við það að leyfa pípulögnum úr kopar að njóta sín í t.d. eldhúsum og á baðherbergjum eða þegar koparrör eru notuð í borðfætur eða sem fatahengi. Kopar harmónerar vel við stílhrein híbýli og gefur þeim afar velkominn hlýleika. Kopar fer líka ljómandi vel saman við hinar ýmsu viðartegundir, marmara eða steinflísar. 


 

1 comment:

  1. Elska kopar! Langar að skipta öllu silfurlituðu út fyrir koparlitt! Langt síðan ég las eitthvað frá þér Gerður, og alltaf er það jafn gaman! Kv Ólöf

    ReplyDelete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...