28 May 2013

heimsókn: cornwall, england


Engin glæný heimsókn sem ég hnaut um í dag til að setja inn svo þessi fær að koma í staðinn. Er frá síðasta sumri, en eins og ég hef sagt áður; þá er jafn gaman að skoða falleg innlit sem maður hefur kannski séð einhvern tímann og góðar bækur sem maður tekur fram aftur og aftur í leit að innblæstri. Þetta hús er í Cornwall á Englandi, yfirgefin netaskemma sem var gerð upp á vandaðan og áhugaverðan hátt. Heildstætt yfirbragð í ljósu og ljósgráu, einföld smáatriði, náttúruleg umgjörð. Myndir úr Living etc / ljósmyndari Paul Massey

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...