24 May 2013

einstök rithönd


Það reynir því miður ekki orðið mikið á það að hafa fallega rithönd. Undirskriftir eru hálfgert hrafnaspark og skammstafanir, við sendum skilaboð í tölvum og símum og þurfum einhvern vegin ekkert að handskrifa. Það er synd því falleg rithönd er prýði. Á kortum, umslögum, í bréfum. Nú er líka töluvert um það að heilræði séu flott skrifuð, á stóru formi og sett í ramma til skrauts. Þessum rithöndum hef ég sankað að mér í gegnum tíðina og mér finnst þær ótrúlega fallegar. Þetta snýst ekki um að skrifa glæsilega og gamaldags, heldur líka bara kúl og skemmtilega. Maður getur ekki annað en horft á og velt fyrir sér formum og tengingum og hvernig úr verður heild sem er svo áhugaverð. 

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...