09 May 2013

bakstur: kanilsnúðabrauð – góð hugmynd!Þetta er svolítið sniðugt. Ég hafði lengi ætlað að prófa að baka kanilsnúðabrauð. Sá þessa hugmynd fyrst í amerísku blaði og datt í hug að prófa. Lét verða af því um síðustu helgi og tókst bara fínt. Mæli hiklaust með þessu. Ég notaði gömlu og góðu gerkanilsnúðauppskriftina mína. Lét deigið hefa sig vel og allt það. Svo flatti ég það gróflega út, í sömu breidd og brauðformið, smurði það með mjúku smjöri, stráði kanil og pínu púðursykri yfir og rúllaði upp, alls ekki þétt. Lagði deigið í smurt brauðformið og bakaði við 180 gráður í um 40 mínútur. Afraksturinn var lungamjúkt brauð, sniðugt að skera það niður í sneiðar, gott eitt og sér en líka til að smyrja eða rista. Skora á ykkur að prófa þetta en sé líka fyrir mér að það sé sniðugt að gera þetta með matarmeiri fyllingu, skinku og osta. Auðvelt og miklu fljótlegra en að rúlla upp í snúða og horn. 


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...