18 May 2013

bakstur: baby ruth-terta með sannkölluðu snickers-bragði


Gunnar Sverrisson / Home and Delicious

Ég tók fram gömlu uppskriftamöppuna mína um síðustu helgi og valdi þessa til að baka. Ferlega sniðug kaka og mjög fljótleg. Kom mér skemmtilega á óvart hvað dætur mínar voru hrifnar af henni. Hún helst mjúk og góð og er því þægileg til að taka með sér í bústaðinn eða ferðalagið, til að njóta með kaffinu eða hafa í eftirrétt.

botn:
3 eggjahvítur
2 dl sykur
1 tsk lyftiduft
20 Ritz-kex
100 g salthnetur

krem:
50 g smjör
50 g súkkulaði
50 g flórsykur
2 eggjarauður

Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til stíft. Myljið kexið og hneturnar mjög vel, helst í matvinnsluvél. Setjið út í hvíturnar ásamt lyftiduftinu. Blandið varlega. Takið 24 cm form og þrýstið bökunarpappír vel niður í það. Hellið deiginu í og bakið við 200 gráður í 30 mínútur. Ef kakan dökknar að ofan og er ekki nógu bökuð skuluð þið setja álpappír yfir hana í ofninum. Gætið þess að baka hana ekki of mikið því þá verður hún hörð. Setjið í plastpoka á meðan hún kólnar eða þar til kremið er sett á hana. Bræðið súkkulaðið og smjörið saman fyrir kremið. Kælið aðeins. Hrærið flórsykurinn og eggjarauðurnar saman við þar til kekkjalaust, hellið súkkulaðinu saman við og blandið vel. Smyrjið á kökuna og berið fram með ís eða rjóma. 


1 comment:

  1. Howdy! I know this is somewhat off topic but I was wondering if you knew where I could locate a captcha plugin for my comment form? I’m using the same blog platform as yours and I’m having difficulty finding one? Thanks a lot!

    ReplyDelete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...