29 May 2013

10 herbergi – með myndaveggjum


10

Herbergi með mjög vel uppsettum myndaveggjum. Ég er alveg ótrúlega mikið spurð út í það hvernig sé best að raða upp myndaveggjum. Margir eiga mikið safn fjölskyldumynda, aðrir mörg lítil listaverk, sumir vilja hafa listaverk eftir börnin uppi við. Veggir sem þessir eru virkileg prýði ef þeir eru hgsaðir örlítið fyrirfram og vandað til uppsetningar. Þá á ég ekki við að alls staðar þurfi að jafna bilin. Þvert á móti þá er miklu betra að fara EKKI þá leið að ætla sér að hafa öll bil milli mynda jöfn og allar línur beinar. Þá lendir maður alltaf í ógöngum. 
Hér á myndunum eru mjög góðir myndaveggir til að skoða og velta fyrir sér. Bæði eru þetta myndaveggir þar sem myndirnar eru festar beint á vegginn og svo eru líka notaðir myndalistar. Báðar aðferðir eru góðar og gildar. Með myndalistum hefur þú meira frelsi til að færa til myndir, breyta og bæta við án þess að það sé vesen og kosti tilfærslur. Hin aðferðin er varanlegri án þess að vera formleg. En allt snýst þetta um að byrja á einum ákveðnum punkti, einni mynd. Gott ráð er að raða myndum á gólfið, færa til og laga og taka svo af því ljósmynd til að fara eftir þegar skal hengja upp. Þegar kemur að því að bæta við myndum er síðan fundinn besti staðurinn fyrir þá mynd og stærð af mynd. En skoðið þessar myndir vel ef þið eruð að velta því fyrir ykkur að gera svona heima. 1, 7 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 8 / 9 / 10


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...