25 April 2013

tíska – stíll? hvítt með ljósuÉg merki pósta um föt sem tíska. Ég staldra alltaf við þetta orð þegar ég skrifa það því ég lít svo á að ég sé meira að gera út á stíl; að skapa sér sinn eigin stíl. Gefa hugmyndir að samsetningum, nota það sem maður á og þá kannski fá sér eitthvað svipað ef maður getur og langar í. Ég hef lítið verið að setja inn föt og hluti og segja hvar þeir fást, það gerist einstaka sinnum. Þess vegna set ég í gamni þessi orð hér að ofan, til að ítreka hugsun mína á bak við þessa tískupósta mína. Mer finnst það bara skilgreina sig betur að merkja þá þannig en sem stíll á íslensku. Þeir fara inn undir orðinu style á ensku. En nóg um það; tísku er hægt að kaupa, stíl þarf maður að skapa sér. 
Hér er það hvítt á hvítu og hvítt á ljósu. Samsetning er mikið farin að sjást. Mér finnst hún skemmtileg. Kemur flott út. Þetta er eitthvað sem allir ættu að geta prófað, allir eiga eitthvað hvítt og ljóst í fataskápnum en mjög margir hugsað að það sé of sumarlegt að nota svona ljósa liti saman. En nú er komið vor og óþarfi að hugsa svona. 


1 / 2 / 3 / 4 / 5 /


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...