18 April 2013

tíska: stórar jakkapeysur sem utanyfirflíkur


Ég veit fátt betra en þegar möguleiki gefst á því að vera í stórri og góðri jakkapeysu sem utanyfirflík. Það á sérlega illa við mig að vera mikið klædd og þvinguð í fatnaði eins og maður lendir iðulega í yfir veturinn. Þegar hver flíkin þarf að vera utan yfir aðra. Það er ekkert svakalegt úrval af stórum og síðum jakkapeysum, ég leita svolítið af þeim og fann nýlega eina sem ég var mjög hrifin af. Þetta eru flíkur sem maður á virkilega lengi ef hugsað er vel um þær, peysurnar burstaðar reglulega og haldið vel við. Jæja, nóg um húsráð. En hér eru nokkar góðar og notaðar á ólíkan hátt. Fyrir mitt leyti ganga þær bæði hversdags og spari. No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...