12 April 2013

sveitasetur fyrir austan fjall


Innanhússarkitektinn hún Hanna Stína tók að sér að stílisera og gera huggulegt sveitasetur fyrir austan fjall fyrir nokkrum misserum. Stórt hús með mörgum herbergjum sem hvert fékk sitt eigið yfirbragð. Litir og hlý umgjörð með munum héðan og þaðan. Gunnar tók myndir fyrir hana sem við birtum hér. 

–Sjá fleiri myndir með því að ýta á lesa nánar hnappinn–
4 comments:

 1. í Svefnherberginu sem er málað blágrænum lit er grár höfðagafl sem höfðar til mín. Hef mikið verið að spá í að búa mér til höfðagafl (kaupa plötu, klæða hana með svampi og sauma utan um. Áttu einhver góð ráð fyrir svona verkefni. Hvernig er best að festa svona falskan höfðagafl við rúmið?

  ReplyDelete
  Replies
  1. hæ hæ!
   ég þekki þetta ekki alveg nógu vel en sé svona gert hjá bólstrara þá er hann með sérstakar festingar, rennur, þar sem gaflinn rennur ofan í brautir sem settar eru á rúmið. það er bara um að gera að fara til bólstrara og spyrjast fyrir um gafla, spá og velta þessu fyrir sér. sýnist á þessum myndum að gaflarnir þar séu látnir ná niður í gólf og þannig fá þeir besta stuðninginn, þá er rúmið upp við þá. það er fallegt að láta gaflinn ná svolítið út fyrir rúmið sitt hvoru megin, jafnvel nokkuð vel, þannig rammar hann fallega inn og gerir allt veglegra, hann getur jafnvel náð út fyrir náttborðin. svo er aldrei að vita að í byggingavöruverslunum sé eitthvað svona sniðugt til, þar hafa menn örugglega þurft að leysa svona mál. veltu þessu fyrir þér og gangið þér vel...

   Delete
  2. http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&v=yAKxjoi74VE&NR=1 hér er td. myndband þar sem hun gerir rúmgaflinn sjálf:) maður getur gert hann í laginu eins og maður vill:)svo er hægt að fara á þessa síðu . http://www.doityourself.com/search?dsp=how-to&psearch=headbourrd#

   Delete
  3. glæsilegt
   gangi þér vel með þetta verkefni...

   Delete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...