03 April 2013

matur: skyrbomba í glasi með jarðaberjum og Oreo

Gunnar Sverrisson / Home and Delicious

Ný freisting frá Thelmu. Hér er um að ræða skyrbombu með jarðarberjum og Oreo-kexi! Verulega gott, ferskt og skemmtilega seðjandi þar sem Oreo-kökurnar koma inn. Þess virði að prófa þennan og fabúlera síðan að eigin geðþótta með kex, bragð og ber. Uppskrift og matargerð Thelma Þorbergsdóttir.

Þessi uppskrift passar í 6  s glös og undirbúningstími er 20 mínútur

8-10 Oreo-kökur (kremið innan úr tekið af)
500 g jarðaberjaskyr (skyr.is)
½ lítri rjómi
fersk jarðaber
70 g dökkt súkkulaði
2 msk síróp
20 g smjör

Takið kremið af Oreo-kexinu (og borðið) og skerið kexið í grófa bita. Setjið ca 2 msk af Oreo-kurlinu í hvert glas (má vera meira ef vill). Þeytið 250 ml af rjóma og blandið honum svo saman við jarðaberjaskyrið, hrærið með sleif þangað til allt hefur blandast vel saman. Setjið skyrblönduna í sprautupoka og sprautið skyrinu jafnt í 6 glös. Þeytið 250 ml af rjóma, setjið í sprautupoka og sprautið fallega ofan á skyrið. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði ásamt smjörinu og sírópinu, hrærið vel allan tíman. Súkkulaðiblandan á á vera þykk. Skreytið með jarðaberjum og súkkulaði. Geymið í kæli þangað til borið fram.1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...