08 April 2013

síðasta vika – hvar var staldrað við?


Eins og ég hef sagt áður þá safna ég mörgum myndum hjá mér á skjáborðið sem ég sortera svo hingað og þangað í möppur. Pinterest hefur að miklu leyti leyst þetta af, sem er ótrúlega þægilegt, en alltaf er eitthvað sem ég klippi út og þarf að geyma annars staðar. Þessar myndir hér, eru myndir sem ég vildi geyma í síðustu viku. Af hverju? 

Þessi að ofan er úr safni hjá mér en ég held mikið upp á hana. Hún er af heimili hjónanna sem eiga breska fyrirtæki The Rug Company. Eitthvað svo skemmtileg stemmning í þessari stofu, fallegir og óvenjulegir litir og margt að gerast þótt það sé ekki yfirþyrmandi. 

Þessi að neðan sýnir að mínu mati góða afgreiðslu á því hvernig má koma fyrir ljósmyndum á frjálslegan hátt. Ég notaði mikið svona rennur fyrir myndir hér áður fyrr og er komin 
algjörlega inn á þær aftur. 


Bjart og aðlaðandi, góðir litir en fyrst og fremst eru það motturnar sem blíva. Sú hugmynd að raða saman mörgum mottum í eina stóra er góð en það er smá kúnst því þær verða að leggjast vel saman. Annars er það ekki fyrir hvern sem er að draga stóla til og frá þar sem allt rúllast út og suður. 
Mynd tekin af Kristofer Johnsson. 


Þessi stofa er alltaf jafn falleg. Búin að sjá hana víða og myndir eftir marga ljósmyndara og stílista. Það sem ég heillast af hér er; svarta málaða röndin frá gólfi og svo uppröðunin á húsgögnunum. Hvernig skeljaljósið er látið sitja mjög lágt við borðið og staðsetningin á stólnum. 
Myndir hafa birst á Yatzer. 


Þetta finnst mér bara krúttleg uppstilling í eldhúsi. Fíla það að nota bakka til að safna á dóti. 
Það rammar inn og takmarkar að dót flæði um allt en leyfir jafnframt að stafla vel þar á. 


Frábær lausn í lítið rými og skot. Smíða hillu með hurð framan á og setja þar gamaldags festingar. Við notum mikið af svona festingum þegar við smíðum og ég þreytist ekki á þeim. 
Gerir smíðina auðvelda en útlitið svo skemmtilega barnalegt og hrátt án íburðar. 
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...