17 April 2013

matur: heimalagaðar tortillur

Gunnar Sverrisson / Home and Delicious

Eftir að ég prófaði það í fyrsta skipti að baka mínar eigin tortillur þá er ekki aftur snúið. Það er ekkert sem jafnast á við það að hafa þær heimagerðar. Fyrirhöfnin er ekki mikil. Sérlega auðvelt að gera deigið. Smá hveiti og subb þegar verið að fletja út og smá bræla þegar verið er að baka. En það er ekkert. Bara að vita af því að þær megi borða eftir smá stund, eitthvað verði afgangs og jafnvel til að stinga í frystinn og grípa í seinna, gerir þetta allt fyrirhafnarinnar virði ... sem er samt engin fyrirhöfn. 

Heimalagaðar tortillur með gæðanautahakki – ég er hrikalega sérvitur þegar kemur að hakki og kaupi bara það besta, við mægðurnar erum lítið fyrir „hlaupsteina" eins og Lea kallar það og „seigi" eins og mér hefur verið tamt að nota. Í gær mýkti ég paprikur og blaðlauk á pönnu til að hafa með og keypti lífrænt ræktað salat frá Sólheimum. Svo eru það tómatar, rifinn ostur og sýrður rjómi. Bara algjör klassamáltíð fyrir það eitt að ég nennti að hveitistrá eldhúsið fyrir heimalagaðar tortillur. Ég hlakka til að  fá mér afganginn í  kvöld.

Heimalagaðar tortillur

3 b hveiti
1/2 tsk salt
40 g mjúkt smjör
470 ml soðið vatn

Setjið hveiti í skál og stráið salti yfir. Myljið mjúkt smjör út í hveitið með höndunum og kreistið það vel saman. Látið suðuna koma upp á vatninu og hellið því þá saman við hveitiblönduna, hrærið vel í með sleif eða með höndunum og hnoðið svo aðeins. Hér getur þurft meira hveiti en gefið er upp til að deigið sé meðfærilegt. Mótið litlar bollur úr deiginu og finnið það út hvað hver kúla á að vera stór, upp á að fletja hana út og hún passi á pönnu sem á að nota til að baka tortillurnar. Fletjið deigkúlu á vel hveitstráðu borði, setjið á heita pönnu og bakið. Fylgist vel með bakstrinum. Borðið. No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...