29 April 2013

mánudagsmix – sveitir toscana


Mánudagur og myndir frá Toscana á Ítalíu. Um helgina kláraði ég að lesa bókina Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ég hef mjög gaman af að lesa bækurnar hans og textann sem hann skrifar. Í þessari bók dregur hann mann til Ítalíu, sveitir Toscana og Rómar, og lýsingar hans fanga mann svo maður sogast inn í umhverfið sem sagan gerist í. Þess vegna fannst mér ekki úr vegi að leyfa sveitum Toscana að njóta sín þennan mánudaginn. Um er að ræða miðaldabæinn Castiglioncello í Val d'Oorcia, sveitahótelið Monteverdi sem Ilaria Minai hannaði. 


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...