09 April 2013

hönnun: nir meiri


Nir Meiri er áhugaverðir hönnuður sem hefur hannað bæði skrýtna og skemmtilega hluti. Hann útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Bezalel Academy of Art and Design í Jerúsalem árið 2007 og hefur stafað sem freelance hönnuður síðan 2009 með sitt eigið fyrirtæki, Nir Meiri Design Studio. Hans eigin hönnun er oftast unnin úr mjög sérstökum efnivið, frekar hráum og segist hann vera að leika sér með mörkin á milli þess heimilislega og þess villta. Vörur hans eru enn sem komið er aðeins framleiddar í takmörkuðu upplagi. Hann hefur m.a. unnið ljósið Desert storm (sem er úr sandi og lími) sem vann Core77 hönnunarverðlaun 2012, diska úr steypu, ljós úr endurnýttum blómapottum og stólinn 19. holuna. Skoðið endilega meira á heimasíðu hans.

–Elín Hrund Myndirnar eru af Facebook-síðu Nir Meiri


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...