18 April 2013

hönnun: FærIDÉg hef lengi verið hrifin af hönnun þeirra Herborgar Hörpu Ingvarsdóttur arkitekts, Þórunnar Hannesdóttur vöruhönnuðar og hinnar sænsku Karin Erikson sem einnig er vöruhönnuður, en saman mynda þær þrjár hönnunarteymið FærID. Willow herðatréð frá þeim finnst mér t.d. alltaf jafn ægifagurt en það er ofarlega á mínum prívat topp 10 lista yfir það sem mér finnst bera af í íslenskri hönnun. 

–Gerður Harðardóttir / koolandkreativMargt af því sem FærID hannar og framleiðir er eitthvað matartengt en svo heppilega vill til að ég er einmitt alltaf ægilega svag fyrir allri matartengdri hönnun. Þar á meðal eru piparkökumót sem formuð eru eftir útlínum þekktra bygginga og kennileita í höfuðborginni, Íslandslagaðir glasabakkar (þessir gulu finnst mér t.d. verulega glaðlegir fyrir sumarið), og svo bíð ég líka spennt eftir því að pikkniksettið þeirra Askur, komist í framleiðslu en það finnst mér smellpassa fyrir lautarferðir í íslenskri náttúru að sumarlagi, enda er hönnun hans innblásin að hluta af miðnætursólinni og fegurðinni í náttúrunni yfir hásumarið, hér á Íslandi og hjá frændum okkar í Skandinavíu. 


FærID hefur líka styrkt Krabbameinsfélag Íslands með átakinu Gott fyrir Gott, þar sem allur ágóði af sölu á bleiku slaufunammi með ávaxtabragði og náttúrulegum litaefnum búnum til úr gænmeti og ávöxtum, rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Íslands. Nýjasta nýtt frá FærID eru litrík viskastykki með skemmtilegum munstrum, m.a. fiskamunstri en viskastykkin voru fyrst kynnt á nýafstöðnum HönnunarMars.


Ljósmyndir Ernir Eyjólfsson og FærID

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...