23 April 2013

hönnun: donna wilsonNúna þegar við flest erum farin að þrá sumarið (sérstaklega þar sem veðurspáin sýnir að það verði frost á Sumardaginn fyrsta) þá  fannst mér við hæfi að setja eitthvað litríkt inn hér á bloggið. Mér finnst vörur Donnu Wilson vera sérstaklega sumarlegar og fallegar. Hún er frá Skotlandi en starfar í London og býr m.a. til dásamlega fallegar prjónavörur. Bæði púða, sokka, vettlinga, skrýtnar fígúrur og ýmislegt fleira. Nýlega var Donna beðin um að hanna barnaherbergi í svo kölluðu „Ullarhúsi“ í Somerset húsi. Það var partur af herferð sem gekk út á að kynna ull og hvernig hægt væri að nýta hana á hina ýmsu vegu. Heil álma í húsinu var skreytt með ull og ullarvörum. Donna hefur mikið notað ull í sínar vörur og var því himinlifandi að fá að taka þátt. Ég læt fylgja myndir af herberginu sem hún hannaði. Donna hefur líka komið til Íslands og bloggaði heilmikið um Íslandsför sína, sérstaklega hafði hún gaman af gömlum litlum húsum, íslenskum útsaumi og handverki. Ég hef fylgst með henni, bæði á blogginu hennar og umfjöllun um hana um nokkurt skeið og mæli eindregið með að þið kíkið á þennan skemmtilega heim sem hún hefur skapað sér í gegnum hönnun sína.

–Elín Hrund
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...