09 April 2013

heimsókn – utan við bologna á ítalíu


Innlit þessa þriðjudags er í hús sem stendur rétt utan við Bologna á Ítalíu. Þetta er nokkrar myndir úr annars dásamlegu húsi og jafn dásamlegu innliti sem ljósmyndarinn Fabrizio Cicconi og stílistinn Francesca Davoli tóku en þau selja efnið sitt í gegnum umboðsskrifstofu sem heitir Living Inside og er starfrækt af vinkonu okkar hjóna í Mílanó (Gunnar selur efnið sitt hjá henni). Parið hefur hvað eftir annað slegið í gegn að mínu mati með alveg einstök innlit í stóru blöðunum og mjög margt frá þeim hefur birst í breska Elle Decoration. Þetta innlit er einmitt úr allra nýjasta Elle en myndirnar tók ég í gegnum síðuna hennar Victoriu í San Francisco. Fleiri myndir úr þessum þætti má sjá hér. Plönturnar eru með puttann á púlsinum því samkvæmt fréttum frá Mílanó og hönnunarsýningunni þar eru það plöntur og persónulegt umhverfi sem skal ráða ríkjum á næstu misserum. Vei, fyrir því!

2 comments:

  1. I'm frequently to blogging and I really appreciate your content. I'm going to bookmark your website and keep checking for new data.

    3D Architectural Rendering

    ReplyDelete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...