30 April 2013

heimsókn: new york, sibella court


Í síðasta tölublaði Home and Delicious erum við með viðtal við ástralska stílistann Sibellu Court. Hún er virkilega skemmtileg og áhugaverð sem einstaklingur og fagmaður og mér finnst heimili hennar, hér á myndunum, sýna það og sanna. Þessar myndir eru teknar í New York en ekki er langt síðan hún flutti aftur til Ástralíu. Um er að ræða loft-íbúð í Kínahverfinu og það var þetta stóra og opna rými sem Sibella féll fyrir. Það eru sennilega margir sem fá andateppu yfir dótinu en takið eftir hvað allt er samt sem áður á sínum stað. Hvernig hún blandar saman alls ólíkum hlutum og hvernig hún staðsetur þá. Mér finnst yfirbragðið á heimili hennar, sem væntanlega endurspeglar hana, koma glögglega fram í verkum hennar. Myndir úr Living etc / ljósmyndari James Merrell

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...