29 April 2013

á réttri hillu


Myndin hér að ofan er frá hönnunarsýningunni Salone de mobile sem var haldin í Mílanó rétt um daginn. Það sem greip mig á henni er Ikea hillan sem er á hvolfi á eldhúseyjunni. Hyllis-hillurnar frá Ikea eru nefnilega til margra hluta nytsamlegar. Þær eru góðar úti og reynsla mín segir að þar geti þær staðið allt árið. Svo eru þær mjög flottar ofan á skenk og eldhúsborði eins og þarna. Jafnframt á stöðum sem enginn gerir ráð fyrir þeim, sbr. í svefnherbergi eða inni á baði. Þær geta hreinlega verið hvar sem er. 

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...