17 April 2013

10 herbergi – inni eða úti?


10

Herbergi þar sem inni og úti renna saman í eitt. Ég fékk skemmtilegan póst frá konu í Kanada þar sem hún spurði hvort ég væri til í að setja saman efni um rými inni og úti sem renna saman. Hún byggi á norðlægum slóðum og velti þessu fyrir sér. Að sjálfsögðu er ég til í þetta og hef hér tekið saman tíu myndir sem sýna þetta ágætlega og á mjög ólíkan hátt. Mjög fljótlega ætla ég að taka saman annan póst þessa sama efnis en með myndum héðan af Íslandi sem við Gunnar höfum tekið. –En hvað fær rými úti og inni til að verða að einu? Gluggar og ekkert annað. Stórir gluggar eru lausnin fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar inni, allan ársins hring, hvort sem veðrið er gott eða slæmt. Að sitja úti á gluggaklæddri verönd í sólinni seint að vetri og snemma að vori er dásamlegt og ef fólk hefur tækifæri til að koma sér upp slíku rými þá tel ég það mikinn og góðan kost hér uppi í norðrinu. 
1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8 / 9 / 10

1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...