24 April 2013

10 herbergi – eldhús í skemmtilegri útfærslu


10

Eldhús með skemmtilegum útfærslum. Er ekki eldhúsið yfirleitt hjarta heimilisins? Þess vegna er aldrei of oft tekið á eldhúsunum og komið með góðar hugmyndir þar. Hér hef ég valið tíu eldhús sem mér þykja áhugaverð í meira lagi fyrir það hvernig þau eru útfærð á ólíkari máta en gjarnan er gert. 

1. Heill, flísalagður veggur og opnar hillur, ekkert formlegt. Steypa á gólfum, húsgögnin fullkomin inn í þetta umhverfi. Alltaf heilluð af svona eldhúsum. 

2. Glæsileg innrétting, Vipp, en takið eftir hvað er flott að hafa svona dökka veggi við hvíta skápana. Svo er umhverfið tónað upp með hráu gólfinu.


3. Ljósblá innrétting – glæsileg með marmaranum. Af hverju er fólk svona hrætt við að nota létta liti? 


4. Skemmtilega öðruvísi form á innréttingu. Gamlar tekkhurðir notaðar í efri skápana. 


5. Hér finnst mér liturinn koma fallega út við svart og uppsetningin á borðinu og stólunum 
svo flott við – einfalt og létt. Ljósið setur sterkan svip. 


6. Hvítar flísar eru klassík og þetta finnst mér hugmynd fyrir marga að spá í sem eru 
að byggja og breyta. 7. Allt annað form á neðri hluta innréttingar en vanalega. 


8. Gróft og sveitalegt. Takið eftir hvað hillan er höfð lág á veggnum og lampanum í horninu. 


9. Einfalt og svart. 


10. Gamall skápur, skúffur sniðnar í eldhúsið. 


1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8 / 9 / 10


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...