07 March 2013

að vera þar... gamall bóndabær, nútíma heimili


Það væri verulega gaman að komast í heimsókn í þetta hús í Hollandi og velta því betur fyrir sér. Ég hreinlega varð að birta þetta innlit en ég sá nokkrar myndir úr því á Méchant Design. Um er að ræða gamlan bóndabæ í Hollandi sem hefur verið gerður að þessu glæsilega og áhugaverða nútímaheimili. Það er arkitektastofan Viva Vida sem vann verkið og ég bendi á að á heimasíðu þeirra má sjá enn fleiri myndir. Hugmyndin var að fara heimilislegar leiðir við hönnun og endurgerð hússins en jafnframt ólíkar því sem fólki þykir eðlilegt þegar kemur að innréttingum og skipulagi. Húsið er stórt eins og má skynja á myndunum, og hvert herbergi fær sitt yfirbragð og einkenni þess sem það á. Það er leikið með liti, áferðir og efnisval en á einstakan hátt, verð ég að segja, þá fellur allt saman í alveg ótrúlega fallega heild. Skoðið myndirnar, takið eftir smáatriðunum og endilega klikkið á slóðina til að sjá fleiri myndir á heimasíðu arkitektastofunnar. Myndirnar tók Henny. 


–Sjá fleiri myndir með því að ýta á lesa nánar hnappinn–


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...