08 March 2013

tíska: mynstraðar buxur


 Mér finnst mjög mikil föstudagsstemmning í þessum mynstuðu buxum. Það er í þeim gleði og ánægja og sú tilfinning bærist einmitt innra með mér að slíkar buxur séu komnar aftur. Ég átti þær nokkrar fyrir ansi mörgum árum og var farin að bíða eftir því að þær kæmu aftur og – voila! Þær birtust okkur. Ganga með svo mörgu og minna mann á frægu leikkonurnar hérna áður fyrr sem eyddu frítímanum á Rívíerunni. Verulega skemmtileg innkoma eins og hjá helginni sem hefur heilsað okkur. Hafið það gott! 
1 comment:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...