14 March 2013

tíska: gallabuxur og göt


Í margra augum eru rifnar gallabuxur ekki flík til að láta sjá sig í. Þær eiga ekki við á mannamótum. En það eru sem betur fer ekki allir á því. Rifnar gallabuxur eru flík sem auðvelt er að leika sér með. Það er hægt að nota þær mjög óformlega sem hversdagsfatnað en svo er hins vegar hægt að klæða sig vel upp, í glamúr og glys, en dempa aðeins yfirbragðið með buxunum. Þannig gera a.m.k. dömurnar úti í heimi og hika ekki við að fara í háa hæla við. Mjög flott en smá óhentugt með tilliti til veðurfars stóran hluta ársins...en þá er bara að taka með sér skó í poka, eins og í dansskólanum í gamla daga, og halda lúkkinu óhikað.
No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...