06 March 2013

te mánaðarins – febrúarEf einhvern tímann er te tími þá er það í dag! Ég veit það er kominn mars en mig langar að segja frá teinu frá Tefélaginu sem ég fékk inn um lúguna í febrúar. Ég var bara aðeins of róleg í tíðinni og allt í einu var febrúar horfinn. Það er alltaf jafn spennandi að smakka nýtt te. Teið núna síðast er Sencha Yamato, hreint, grænt te frá Uji í Japan. Það er vítamínríkt og inniheldur A, D, B, B1 og C vítamín auk steinefna. Bragðið er mjúkt og svalandi. Teið er gott eitt og sér eða með mat og er ljóst með gulgrænum blæ. Mjög þægilegt, hreint einhvern veginn og án allra bragðefna sem er stundum svo gott.
Grænt te er framleitt úr fullþroskuðum laufum terunnans. Það er þurrkað tiltölulega snemma í framleiðsluferlinu þannig að teið varðveitir mikið af upprunaefnum plöntunnar. Laufið eru þurrkuð með því að breiða þau til þerris, með gufu, í þar til gerðum þurrkhúsum eða vélum. Stundum eru telaufin ristuð í lokin. Í þurrkferlinu er teið gjarnan vafið í vöndla eða rúllað í kúlur. Stór hluti af framleiðslu í Kína er grænt te og nánast allt te í Japan er grænt.Þegar maður drekkur laust te þarf að eiga hentugan bolla eða könnu með góðri síu því best er að laufin nái að fljóta laus í vatninu á stöðutíma. Ég mæli eindregið með tebollanum (sjá video) 1frá finnska hönnunarhúsinu Magisso en það gerir út á vandaða hönnun og nýjar uppgötvanir. Tebollinn kom nýlega kom á markað og fær hann teunnendur til að njóta góðs tebolla á nýjan hátt. Bollinn er hannaður af Laura Bougdanos og Vesa Jääskö, hann hentar fyrir telauf og tepoka og maður finnur ilminn af laufunum þegar maður drekkur. Hugmyndin að baki hönnuninni er að njóta á einfaldan hátt með því að geta ráðið því sjálfur hversu sterkt maður vill hafa teið sitt án vandkvæða. Bollinn hlaut reddot hönnunarverðlaunin árið 2011 og hefur fengið fleiri verlaun og viðurkenningar undanfarið fyrir góða hönnun. Bollinn fæst í Líf og list í Smáralind, Dúka í Kringlunni og versluninni Pottar og prik á Akureyri. Verðið er 4900 krónur.


No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...